Tomcat Experience

Tomcat Iceland Cross Country Experience


Keppnislið Tomcat á Íslandi býður ferðamönnum og áhugamönnum lengri og skemri “Guided self drive” Tomcat Iceland Cross Country Experience (TICCE) - ferðir. Í boði eru staðlaðar útfærslur á ferðum og möguleikanum á “klæðskerasaumuðum” ferðum einnig:

Taste of Tomcat
60 mínútna akstur upp á Skálafell og til baka frá aðstöðu Tomcat á Íslandi. Stórkostlegt útsýni á fallegum degi og hæfilega krefjandi fjallvegaakstur.
Verð pr pax 9.000,-

a) 60 mínútna akstur á Tomcat-jeppa um Djúpavatnsleið.
Meðalhraði í “Guided self drive” ferð er nálægt 40kmh til samanburðar má nefan að meðalhraði í keppni á sömu leið er nálægt 100kmh. Ekinn er vegur #428 fram og til baka, 21 km hvor leið eða alls 42 km.
Verð pr pax 12.000,-



Fyrirkomulag:
Komið er með gesti að bækistöðvum Tomcat á Íslandi þar sem tekið er á móti fólki af meðlimum Tomcat keppnisliðsins. Þeirra á meðal eru Íslandsmeistarar í rally (FIA National Championship vinner T1/T2 (alþjóðl. Skilgr. Á titli)) ásamt öðrum reyndum og margverðlaunuðum ökumönnum og aðstoðarökumönnum. Allir starfsmenn sem koma að móttökunni hafa sótt sérstakt afþreyingarnámskeið haldið af Leiðsöguskóla Íslands og fyrstu hjálpar námskeið á vegum Rauða Kross Íslands og Landsbjargar.

Gestir eru gallaðir og farið yfir öryggisatriði og þeim kennt á bílana.
Ekið er frá bækistöðvum Tomcat á Íslandi sem leið liggur að; Krýsuvíkurveg að gatnamótum námu og Vigdísarvallavegar við Vatnsskarð. Ekið er eftir Vigdísarvallavegi #428 (Djúpavatnsleið) alla leið að Ísólfsskálavegi. Segja má að margt sé líkt með hefðbundnum vélsleða- og fjórhjólaferðum og "self drive" á Tomcat fyrir utan að leiðsögumaðurinn er í stöðugu talsambandi við gestina. Að loknum akstrinum er boðið upp á hressingu, freiðivín og samlokur að hætti akstursíþróttamanna.
Heildartími TICCE er u.þ.b. 2,5 klst frá komu til brottfarar frá bækistöð Tomcat á Íslandi




Um leiðina:
Djúpavatnsleið er einhver erfiðasta og mest krefjandi keppnisleiðin í alþjóðlega rallinu á Íslandi sem haldið hefur verið í 30 ár. Ef lýsa ætti leiðinni með einu orði yrði það: fjölbreytni. Á þessari leið má finna vegakafla með möl, sandi, hrauni, jökulleir, mold, og leir. Oft eru pollar og tjarnir sem fara þarf yfir í eða eftir vætutíð. Ekið er um dali og hryggi með fjölbreyttu landslagi. Vegurinn liggur á milli tveggja eldfjallahryggja frá síðustu ísöld og er landslagið eins og kennslubók í jarðsögu Íslands. Leiðin er ekin fram og til baka og er skipt um ökumenn í viðsnúning. Vegurinn er nokkuð góður miðað við fjallvegi en bugðóttur og mishæðóttur. Mikil og áhrifarík upplifun er að fara um þennan veg bæði vegna útsýnisins sem og vegna hve spennandi Tomcat jepparnir eru.




Um Tomcat jeppana:
Tomcat jepparnir eru sérsmíðaðir keppnisjeppar. Þeir eru hráir, léttir, aflmiklir og skemmtilegir. Einungis 800 slíkir bílar eru til í heiminum þar af eru einungis uþb. 400 notaðir að staðaldri. Almenningur á yfirleitt ekki greiðan aðgang að slíkum bílum nema með sérstökum passa á akstursíþróttamótum, á sýningum eða í fjölmiðlum. Þykja þessir jeppar einkar spennandi og skemmtilegir á að horfa og aka. Þar með má segja að gestunum gefist fágætt tækifæri til að kynnast þessum tækjum í návígi.
Tomcat jepparnir eru útbúnir skv. ströngustu stöðlum og reglum FIA / LÍA um öryggi keppnisbíla. Þeir eru búnir VHF talstöðvum og er leiðsögumaður í talsambandi við gestina á meðan ekið er.
 
 
 
AÐRAR FERÐIR:

b)
Skúlaskeið.
Borgarfjörður Kaldidalur. Ekið er frá Reykjavík í Superjeep eða lítilli rútu (háð fjölda) og komið við á Deildartunguhver áður en komið er í bækistöð Tomcat á Íslandi á Kollslæk í Reykholtsdal. Létt hressing og göllun. þaðan er ekið að Hraunfossum um Húsafell og inn á Kaldadal. Ekið er að Jaka ef fært og gengið að jöklinum. Sama leið er farin til baka í bækistöðina. Á heimleið er komið við í Reykholti í síðbúinn hádegisverð. Tiltölulega létt ferð en þó allt að 1,5 – 2 klst “self drive” akstur á grófum malarvegum. Ferðin varir heilan dag með guiduðu transferi. 3-8 bílar 2 fylgdarbílar, undan- og eftirfari.
Verð pr pax 32.000,- Hádegisverður innifalinn

c)
Á slóðum útilegumanna.
Borgarfjörður, Hraunfossar, Húsafell, Hallmundahraun, Arnarvatnsheiði.
Einungis fyrir vana Cross Country ökumenn eða mjög áhugasama sem þola langar leiðir grófar og erfiðar yfirferðar. Hellaskoðun, ekið yfir erfitt vað og um tröllaslóða, möguleiki á silungsveiði. ferð varir í 1 dag. Heitur matur á heiðinni.
3-8 bílar 6-16 pax möguleiki að skipta út áhöfnum á leiðinni úr fylgdarbílum. Amk. 2 fylgdarbílar, undan- og eftirfari.
Verð pr pax 35.000,- fæði innifalið

d)
Gullhringur og hraunin norðan Skjaldbreiðar.
Þingvellir, Bláskógaheiði, Bruni, Lambahraun, Gullfoss, Geysir.
Þessi leið reynir töluvert á ökumenn og ætti eingöngu að bjóða þeim sem eru í þokkalegu formi og annaðhvort sérstakir áhugamenn um 4x4 tæki eða Cross Country akstur. Ferðin varir heilan dag. 3-8 bílar 2 fylgdarbílar, undan- og eftirfari.
Verð pr pax 28.000,- Hádegisverður innifalinn



 

Tenglar

SEO SEO - Søgemaskineoptimering
Linkguide Partner